Saturday, September 15, 2012

Möndlukaka

Þessi kaka er afskaplega einföld og fljótleg.  Einnig er hægt að útbúa botn fyrirfram og eiga í frysti.  Uppistaðan er möndlumjöl, það fæst í heilsubúðum. En það er einnig hægt að útbúa mjölið með því að mala möndlur í fínan salla í matvinnsluvél.  Mér finnst betra að setja örlítið gróft spelt með í uppskriftina, finnst kakan annars verða lausari í sér, en það er vel hægt að sleppa speltinu alveg og þá er kakan glútenlaus.  Möndlur eru afskaplega næringaríkar og hafa góð áhrif á kólesteról.  Þær eru jafnframt taldar vinna gegn krabbameini.  Ég hef útbúið botninn bæði með xylosweet, kókossykri og hrásykri, en það er líka hægt að nota pálmasykur. Svo er hægt að leika sér með mismunandi útfærslur á fyllingu á kökuna.




65 g kókosolía (fljótandi)
1 egg
1 1/4 dl mjólk (gott að velgja hana aðeins)
100 g möndlumjöl, eða möndlur malaðar vel í matvinnsluvél
4 msk gróft spelt
3 tsk vínsteinslyftiduft
75 g pálmasykur, kókossykur, xylosweet eða annað slíkt

50 g dökkt lífrænt súkkulaði
ferskir ávextir

Blanda vel saman með handþeytara kókosolíu og eggi.  Passa að eggið sé ekki alveg kalt, því þá fer kókosolían í kekki.  Blanda mjólkini saman við.

Í annarri skál, blanda saman þurrefnunum.  Bæta þeim svo saman við vökvann og blanda vel.
Setja blönduna í smurt form (ca. 20-24 cm) og baka við 200° í ca. 25 mín.

Bræða 50 g af dökku lífrænu súkkulaði yfir vatnsbaði og setja þunnt lag af súkkulaði yfir botninn.  Skreyta svo með ferskum ávöxtum og bera ef til vill fram með þeyttum rjóma.

1 comment: